Berlínarfílharmónían
Fílharmóníusveit Berlínar (einnig þekkt undir nafninu BPO á þýsku Berliner Philharmoniker) er sinfóníuhljómsveit með aðsetur í Berlín og er þekkt sem ein besta hljómsveit veraldar. Núverandi aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Sir Simon Rattle. Hljómsveitin myndar einnig hina ýmsu kammerhópa.
Saga
breytaHljómsveitin var stofnuð árið 1882 í Berlín af 54 hljóðfæraleikurum og bar nafnið Frühere Bilsesche Kapelle en leystist upp þegar að þáverandi aðalhljómsveitarstjóri Benjamin Bilse hugðist senda hljómsveitina á fjórða farrými lestar til Varsjár. Hljómsveitinni var þá gefið núverandi nafn og var fyrsti hljómsveitarstjóri hennar Ludwig von Brenner en stöðu hans hlaut Hans von Bülow árið 1887 og jókst þá orðstír hljómsveitarinnar til muna. Heimsfrægir hljómsveitarstjórar voru fengnir til að stjórna henni og má þar nefna Richard Strauss, Gustav Mahler, Johannes Brahms og Edward Grieg. Árið 1923 var Wilhelm Furtwängler gerður að aðalhljómsveitarstjóra og hélt því starfi fram til ársins 1945 þegar hann flúði til Sviss. Þá tók Leo Borchard við hljómsveitinni en var skotinn til bana af bandarískum hermönnum fyrir slysni sama ár. Árið 1952 var Furtwängler aftur gerður að aðalhljómsveitarstjóra og hélt því starfi þar til hann lést árið 1954. Við af honum tók einn frægasti hljómsveitarstjóri sögunnar, Herbert von Karajan og hélt því starfi fram til ársins 1989 en þá tók Claudio Abbado við stöðu hans. Árið 2001 var Sir Simon Rattle ráðinn aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar og gegnir því starfi enn. Tónleikahús hljómsveitarinnar eyðilagðist árið 1944 er herir bandamanna gerðu loftárás á Berlín. Það tónlistarhús sem nú er notast við, Berliner Philharmonie var teiknað og byggt árið 1963 af arkitektinum Hans Scharoun.
Aðalhljómsveitarstjórar
breyta- Ludwig von Brenner (1882-1887)
- Hans von Bülow (1887-1892)
- Arthur Nikisch (1895-1922)
- Wilhelm Furtwängler (1922-1945)
- Leo Borchard (1945)
- Sergiu Celibidache (1945–1952)
- Wilhelm Furtwängler (1952–1954)
- Herbert von Karajan (1954–1989)
- Claudio Abbado (1989–2002)
- Sir Simon Rattle (2002– )
Tengt efni
breytaTenglar
breyta- Official website (English version)