Berjadalsá er eyðibýli innan við Sandeyri á Snæfjallaströnd. Bærinn fór í eyði 1940 þegar Betúel Vagnsson flutti þaðan til Ísafjarðar. Hin vel þekkta skytta Otúel Vagnsson bjó á jörðinni fram yfir árið 1900. Lítið hús var á jörðinni sem nefndist Bjarnahús og bjuggu þar hjónin Bjarni Jónsson og Þórdís Arnórsdóttir.

Heimildir breyta

„Snjáfjallasetur“.