Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Íslenskur rithöfundur

Bergþóra Snæbjörnsdóttir (f. 1985) er íslenskur rithöfundur.

Bergþóra ólst upp við Úlfljótsvatn í Grafningi. Hún lauk námi í sálfræði og ritlist frá Háskóla Íslands og hefur stundað nám í hagnýtri menningarmiðlun við sama skóla.

Bergþóra hefur gefið út ljóðabækur, textasafn og skáldsögu. Hún hefur komið að vinnu við kvikmyndahandrit, heimildarmyndagerð, bókaútgáfu og sinnt verkefnastjórnun á sviði lista og menningar. Bergþóra hefur hlotið styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands, Myndlistarsjóði og menningarsjóðum Norðurlandaráðs.[1]

Árið 2020 hlaut Bergþóra Fjöruverðlaunin i flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Svínshöfuð.[2]

Ritaskrá

breyta
  • 2024 Duft, söfnuður fallega fólksins (skáldsaga)
  • 2022 Allt sem rennur (ljóðabók)
  • 2019 Svínshöfuð (skáldsaga)
  • 2017 Flórída (ljóðabók)
  • 2013 Dagar undrabarnsins eru á enda (textasafn)
  • 2011 Daloon dagar (ljóðabók)


Tilvísanir

breyta
  1. Benedikt.is, „Bergþóra Snæbjörnsdóttir“ (skoðað 28. janúar 2020)
  2. Fjoruverdlaunin.is, „Fjöruverðlaunin 2020“ (skoðað 28. janúar 2020)