Berbísk tungumál (berbískt heiti: Tamaziɣt eða Tamazight) eru afró-asísk tungumálaætt eða hópur náskyldra mállýska innfæddra í Norður-Afríku. Berbísk mál eru töluð í Marokkó og Alsír og af minni hópum í Líbýu, Túnis, Norður-Mali, Vestur- og Norður-Níger, Norður-Burkina Faso, Máritaníu og í Siwa-vin í Egyptalandi. Frá sjötta áratugnum hefur stór fjöldi berbískumælendur búið í Vestur-Evrópu. Alls tala um 10 - 12 milljónir málin. Þar af eru um 3,6 milljónir utan Marokkó og Túnis. Meðal annars 1,5 milljónir í Frakklandi, um 800 þúsund í Malí og um 720 þúsund í Níger.

Útbreiðslukort.

Árið 2001 varð berbíska eitt þjóðarmála Alsírs þegar hún var skrifuð í nýja stjórnarskrá og árið 2011 varð hún eitt stjórnskrármála Marokkós.

Helstu mállýskur eru kabýle í Alsír, riff í Marokkó og Alsír, slúh í Marokkó og Máritaníu og tamasjek-mál túareg-hirðingja sem dreifðir eru um eyðimerkursvæði Alsír, Líbíu, Níger, Malí og Búrkína Fasó. Útdautt mál á Kanaríeyjum, gvantsje, var að líkindum berbamál.

Berbamál eru að mestu rituð með arabísku letri nema tamsjek sem ritað er með allfornri samhljóðaskrift er nefnist tífínagh.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.