Benínflói er um 640 km langur flói við strönd Vestur-Afríku og er hluti hins stóra Gíneuflóa með strönd að Tógó, Benín og Nígeríu. Flóinn var áður þekktur fyrir hættuleg sjávarföll og sem viðkomustaður þrælasala, en þeir 100 km af ströndinni sem eru hluti Tógó voru kallaðir „Þrælaströndin“. Til er gömul sjómannavísa um hættuna sem stafaði af sjúkdómum eins og malaríu í þrælaversluninni:

Watch and beware
O' the Bight o' Bénin,
There's few that come out
Tho' many go in!
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.