Beint í bílinn er íslenskur hlaðvarpsþáttur með Sverri Þór Sverrissyni og Pétri Jóhann Sigfússyni. Fyrsti þátturinn kom út 17. apríl 2020 og hafa komið út 203 þættir.

Þættirnir byggjast upp á símaötum, símaspjöllum, lúgugríni, földum mæk, hefnt fyrir biðtónlist, brandarahorninu, ljóðahorninu og spjalli. Kjörorð þáttarins eru Upp, upp og áfram og Aldrei líta í baksýnisspegilinn.

Upphafslag þáttana heitir Sonatina Op. 36 No. 1 og er eftir Muzio Clementi.

Í nóvember 2020 voru gerðir aukaþættir af Podify sem hétu Beint í húsbílinn þar sem Sverrir og Pétur fóru í húsbíl og fengu gesti. Sex þættir komu út af því. Seinna komu út sex þættir sem að hétu Beint í bílskúrinn Podify. Podify fór í gjaldþrot árið 2021.

Beint í bílinn fór í áskrift á beintibilinn.is í júní 2023 þar sem að fjórir aukaþættir komu út. Beint í húsbílinn og Beint í bílskúrinn eru aðgengilegir í áskriftarformi Beint í bílsins.