Pýroxen
Pýroxen er ein af frumsteindum storkubergs.
Lýsing
breytaPýroxen er flokkur af magnesíum-járn-kalsíum-ál-silikötum. Það er svart eða dökkgrænnt á lit og með strendingslaga kristalla.
- Efnasamsetning: (Ca,Mg,Fe,Al,Ti)2(Si,Al)2O6
- Kristalgerð: Mónóklín
- Harka: 5½-6
- Eðlisþyngd: 3,4
- Kleyfni: Góð
Útbreiðsla
breytaPýroxen er aðalfrumsteindin í basalti og gabbrói. Það finnst sem dílar í nokkrum gerðum basalts og ankaramíts. Ágít er algengasta tegundin á Íslandi.
Heimild
breyta- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
- Þorleifur Einarsson (1994) Myndun og mótun lands: Jarðfræði. ISBN 9979-3-0263-1