Barnaskóli Vestmannaeyja
Barnaskóli Vestmannaeyja er annar tveggja heildstæðra grunnskóla í Vestmannaeyjum, með u.þ.b. 450 nemendur á aldrinum 11-16 ára í 2 bekkjardeildum. Skólastjóri er Sigurlás Þorleifsson, en Ingibjörg Jónsdóttir er aðstoðarskólastjóri. Barnaskólinn hefur verið einsetinn frá og með haustinu 1995.
Saga
breytaFyrsti barnaskóli Íslands var settur á stofn í Vestmannaeyjum árið 1745. Hann starfaði í u.þ.b. 10 ár, en þá voru ekki til peningar til frekari starfsrækslu hans. Árið 1880 var Barnaskóli Vestmannaeyja stofnaður, og hefur hann starfað samfleytt í Vestmannaeyjum frá 1880.
Skólinn stendur við Skólaveg og var elsti hluti byggingarinnar tekinn í notkun 1917.
Byggt hefur verið við skólann fjórum sinnum; fyrst var íþróttasalur byggður árið 1929, en hann er nú notaður sem samkomusalur; svo var sá hluti byggingarinnar þar sem að anddyri, skólabókasafn og skólaskrifstofur eru nú byggður, svo sá hluti þar sem að miðdeild skólans er með aðstöðu, og loks sá hluti þar sem að unglingadeildin er til húsa. Í elsta hluta byggingarinnar - gamla skólanum - eru yngstu bekkir með aðstöðu, ásamt sérdeild.
Aðstaða og starfsumhverfi
breytaÍþróttakennsla skólans fer fram í Íþróttamiðstöðinni við Brimhólabraut. Í skólanum er sérdeild fyrir fatlaða nemendur enn fremur hefur undanfarin ár verið starfrækt nýbúadeild í skólanum til stuðnings fyrir nemendur sem hafa flutt til Eyja erlendis frá.
Barnaskólinn leggur áherslu á að nemendur kynnist sérstöðu heimabyggðar sinnar eins og jarðfræði, dýralífi og sögu. Skólinn er virkur þátttakandi í erlendum samskiptum með nýjustu tækni má þar nefna Jason verkefnið, þátttaka í Comeniusarverkefni, GLOBE- umhverfisverkefnið sem nú stendur yfir og fleira.
Þá eru óakedemísk starfsmarkmið skólans að efla samkennd, vináttu og sjálfsöryggi nemenda og er unnið að því m.a. með: samveru á sal, vinahópum, íþróttadegi, upplestrarkeppni, útivistardögum, árshátíð, tilbreytingadögum og ýmsu öðru.