Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem Norðurlandaráð veitir árlega. Verðlaunin eru veitt einu bókmenntaverki skrifuðu á máli eins Norðurlandanna. Verðlaunin eru þau nýjustu meðal verðlauna Norðurlandaráðs en þau voru veitt í fyrsta sinn á Norðurlandaráðsþingi í Osló 2013.
Verðlaunafé er 350.000 danskar krónur. Valið fer þannig fram að Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð tilnefnir hvert tvö verk. Færeyjar, Grænland, Álandseyjar og Samíska málsvæðið hafa einnig rétt á því að tilnefna eitt verk hvert.
Skrifstofa Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs er í Norræna húsinu í Reykjavík.