Frumlífsöld
Frumlífsöld er jarðsögulegt tímabil sem hófst fyrir 2500 milljónum ára og lauk fyrir 542,0±1,0 milljónum ára. Það nær yfir tímann áður en lífverum tók að fjölga mikið á jörðinni. Þetta er elsta tímabil jarðsögunnar að undanskilinni upphafsöld en saman nefnast þessar tvær aldir forkambríumtímabilið. Tímabilið skiptist í fornfrumlífsöld, miðfrumlífsöld og nýfrumlífsöld.
Einn mikilvægasti atburðurinn sem átti sér stað á frumlífsöld var súrefnisbyltingin þegar óbundið súrefni safnaðist fyrir lofthjúpi jarðar á miðfrumlífsöld. Þetta súrefni varð síðan grundvöllurinn fyrir mikla útþenslu lífríkis jarðar.