Bakkaflói er grunnur flói í Norður-Múlasýslu á milli Langaness og Digraness. Inn úr honum ganga stuttir firðir, Finnafjörður nyrstur, Miðfjörður og Bakkafjörður, þar sem stendur samnefnt kauptún í landi jarðarinnar Hafnar. Íbúar eru um 120. Þar er vélbátaútgerð, grunnskóli, heilsugæslustöð og félagsheimili.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.