Bakkafjörður (fjörður)
fjörður á Austurlandi
Bakkafjörður er grunnur fjörður í Langanesbyggð. Hann er syðstur þriggja smáfjarða, sem ganga inn úr Bakkaflóa norðvestan Digraness. Samnefnt kauptún stendur við fjörðinn austanverðan en vestan hans stendur kirkjustaðurinn Skeggjastaðir. Upp úr Bakkafirði liggur þjóðvegur 85, Norðausturvegur, suður um Sandvíkurheiði yfir til Vopnafjarðar.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.