Aserska
(Endurbeint frá Aserbaídsjanska)
Aserska[1] eða aserbaídsjanska (Azəri, Azərbaycan dili, آذربايجان ديلی) er opinbert tungumál í Aserbaídsjan og er talað í Mið-Asíu af meira en 30 milljónum manna. Aserska var skrifuð með latnesku stafrófi, arabísku stafrófi og jafnvel kýrillísku stafrófi (sjá aserska stafrófið).
Aserska Azərbaycan dili / آذربايجان ديلی | ||
---|---|---|
Málsvæði | Aserbaídsjan, Íran | |
Heimshluti | Mið-Asía | |
Fjöldi málhafa | 23–30 milljónir | |
Sæti | 93 | |
Ætt | Tyrkískt Oghuz Aserska | |
Skrifletur | Aserskt stafróf, latneskt stafróf, arabískt stafróf, kýrillískt stafróf | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Aserbaídsjan | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | az
| |
ISO 639-2 | aze
| |
SIL | AZE
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Aserska er tyrkískt tungumál, sem þýðir að hún er svipuð kasöksku, tyrknesku, kirgísku og úsbekísku.
Nokkrar setningar og orð
breytaAzərbaycan | Íslenska |
---|---|
Salam | Halló |
Hər vaxtınız xeyir | Góðan daginn |
Axşamınız xeyir | Gott kvöld |
Sizinlə tanış olmağıma çox şadam | Gaman að hitta þig |
Mən bir az azərbaycanca danışıram | Ég tala smá aserbaídjönsku |
Bəli | Já |
Yox | Nei |
Necəsiniz? | Hvað segirðu gott? |
Mən yaxşıyam | Ég segi bara fínt |
Təşəkkür edirəm | Takk |
Sizin adınız nədir? | Hvað heitirðu? |
Mənim adım ... | Ég heiti ... |
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Aserska.
Wikipedia: Aserska, frjálsa alfræðiritið
Tenglar
breytaHeimildir
breyta- ↑ „Ríkjaheitalisti“. Árnastofnun. Sótt 19. desember 2017.
Tyrkísk tungumál Altísk tungumál | ||
---|---|---|
Aíníska | Aserbaídsjanska | Kasakska | Kirgisíska | Tyrkneska |