Brit-verðlaunin
BRIT-verðlaunin (eða BRIT Awards, oft kölluð the BRITs) er árleg tónlistarverðlaunahátíð í umsjón British Phonographic Industry (BPI). Nafnið var upprunalega dregið af orðunum „British“, „Britain“, eða „Britannia“, en varð síðar skammstöfun fyrir British Record Industry Trusts Show. Að auki er haldin athöfn í maí sem er ætluð klassískri tónlist, kölluð Classic BRIT Awards. Fyrsta afhendingin var haldin árið 1977 og varð að árlegri athöfn árið 1982 á vegum BPI. Nafninu var breytt í The BRIT Awards árið 1989.
The BRIT Awards | |
---|---|
Veitt fyrir | Framúrskarandi árangur í tónlist |
Land | Bretland |
Umsjón | British Phonographic Industry (BPI) |
Fyrst veitt | 18. október 1977 | (sem The British Record Industry Britannia Awards)
Vefsíða | brits |
Sjónvarps eða útvarpsumfjöllun | |
Keðja | Thames Television (1977)[1] BBC One (1985–1992) ITV (1993–núverandi) |
Styttan sem úthlutuð er sigurvegurum er kölluð Britannia og er tákngerving af Bretlandi. Frá árinu 2011 hefur hún verið endurhönnuð af ýmsum þekktum Breskum hönnuðum, stílistum og listamönnum, þar á meðal Vivienne Westwood, Damien Hirst, Tracey Emin, Peter Blake, Zaha Hadid, Anish Kapoor og David Adjaye.[2][3][4][5]
Tilvísanir
breyta- ↑ „History“. BRIT Awards (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 26. ágúst 2018. Sótt 28. desember 2019.
- ↑ „This is what Brit winners will take home next year“. BBC. 10. desember 2017.
- ↑ „Dame Zaha Hadid's Brit Awards statuette design unveiled“. BBC. 1. desember 2016.
- ↑ „Damien Hirst's 2013 Brit Award statue unveiled“. BBC. 1. desember 2016.
- ↑ „Sir David Adjaye is 2019's Statue Designer“. BRIT Awards. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. desember 2018. Sótt 23. desember 2018.