Zaha Hadid

Írask-breskur arkitekt

Dame Zaha Mohammad Hadid DBE RA (arabíska: زها حديد Zahā Ḥadīd; 31. október, 1950 – 31. mars, 2016) var írask-breskur arkitekt.

Zaha Hadid árið 2013.

Hún var fyrsta konan sem hlaut Pritzker-verðlaunin árið 2004.[1] Hún hlaut virtustu bresku verðlaunin fyrir byggingarlist, Stirling-verðlaunin, árin 2010 og 2011. Árið 2012 var hún slegin til riddara af Elísabetu 2. fyrir þjónustu við byggingarlist og árið 2015 varð hún fyrsta og eina konan sem hlaut konunglegan gullpening frá Royal Institute of British Architects.[2].

Í grein í dagblaðinu The Guardian var henni lýst sem „drottningu sveigjunnar“,[3] sem hefði „frelsað formfræði byggingarlistarinnar og gefið henni alveg nýja sjálfsmynd.“[4] Helstu verk hennar eru Vatnsíþróttamiðstöðin fyrir Ólympíuleikana í London 2012, Broad Art Museum við Michigan-háskóla í BNA, og Guangzhou-óperuhúsið í Kína.[5] Sumt af því sem hún hannaði var fyrst búið til að henni látinni, þar á meðal stytta fyrir Brit-verðlaunin 2017, og nokkrar af byggingum hennar voru enn í smíðum þegar hún dó, þar á meðal Al Wakrah-völlurinn í Katar, fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla 2022.

Tilvísanir

breyta
  1. Nonie Niesewand (mars 2015). „Through the glass ceiling“.
  2. „Dame Zaha Hadid awarded the Riba Gold Medal for architecture“. BBC News. Sótt 24. september 2015.
  3. „Queen of the curve' Zaha Hadid dies aged 65 from heart attack". The Guardian. 29. nóvember 2016.
  4. Kimmelman, Michael (31. mars 2016). „Zaha Hadid, Groundbreaking Architect, Dies at 65“. The New York Times. Sótt 2. apríl 2016.
  5. Kamin, Blair. „Visionary architect 1st woman to win Pritzker“, Chicago Tribune, 1. apríl,2016.