Bústaðakirkja
Bústaðakirkja er kirkja sem stendur við Bústaðaveg í Reykjavík. Kirkjan þjónar Fossvogshverfi, Bústaðahverfi, Smáíbúðahverfi og Blesugróf í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Byggingin var hönnuð af Helga Hjálmarssyni og er með glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð í gluggum. Fyrsta skóflustunga að kirkjunni var tekin af sóknarpresti Bústaðasóknar, Ólafi Skúlasyni, 7. maí 1966. Kirkjan var vígð 28. nóvember 1971. Ólafur var áfram sóknarprestur þar til hann var kjörinn biskup 1989 en þá tók Pálmi Matthíasson við.
Bústaðakirkja | ||
Almennt | ||
Prestakall: | Fossvogsprestakall | |
---|---|---|
Núverandi prestur: | sr. Pálmi Matthíasson (sóknarprestur), sr. Eva Björk Valdimarsdóttir (prestur), sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir (prestur) | |
Byggingarár: | 1966-1971 | |
Arkitektúr | ||
Arkitekt: | Helgi Hjálmarsson | |
Efni: | Steinsteypa | |
Þann 1. júní 2019 voru Bústaðaprestakall og Grensásprestakall sameinuð í eitt Fossvogsprestakall sem samanstendur af Bústaðasókn og Grensássókn. Tveir prestar voru kjörnir til starfa við hlið sóknarprests í sameinuðu prestakalli frá 1. október 2019, þær sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og dr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir. Fjölbreytt starfsemi fer fram í báðum kirkjum með áherslu á starf eldriborgara í Bústaðakirkju sem Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni, stýrir, og æskulýðsstarf í Grensáskirkju sem Daníel Ágúst Gautason, djákni, heldur utan um. Jónas Þórir Þórisson er organisti Bústaðakirkju og hefur umsjón með öflugu starfi Kammerkórs Bústaðakirkju.
Heimasíða Bústaðakirkju er kirkja.is. [1]
Upphaflega var útibú Borgarbókasafns, Bústaðasafn, í kjallara kirkjunnar en sumarið 2001 flutti það í Kringluna og heitir nú Kringlusafn.