Búðarkassi er vél notuð í verslun sem reiknar út færslur og skrásetur þær. Búðarkassar eru oft með peningaskúffu til að geyma peninga og geta prentað kvittun fyrir viðskiptavininn. Yfirleitt nota gjaldkerar búðarkassar.

Antíkbúðarkassi.

Yfirleitt getur peningaskúffan einungis vera opnuð þegar færslan er búin nema ef sérstakur lykill er notaður. Þetta er til að minnka líkur á þjófnaði og raunar voru búðarkassar fyrst fundnir upp til að sporna við þjófnaði starfsfólks. Fyrstu búðarkassarnir voru vélrænir og gátu ekki prentað kvittanir. Starfsfólk átti að slá hverja færslu inn í búðarkassa og þegar þrýst var á heildarhnappinn opnaðist skúffan og bjalla hringdi svo að umboðsmaður verslunarinnar vissi af færslunni. Sumir búðarkassar eru með hnappi sem heitir „engin sala“ og opnar peningaskúffu og skrásetur opnun skúffunnar. Sumir aðrir búðakassar þurfa að lykilorð sé skráð inn til þess að hægt sé að nota þá.

Búðarkassar eru oft með strikamerkjalesarum, vigtun og útstöðvum fyrir kredit- og debetkort. Í auknum mæli eru búðarkössum skipt út fyrir tölvur með sölustaðahugbúnaði.

Í dag skanna þessar vélar strikamerki (sem er yfirleitt UPC) fyrir hverja vöru, leita að verði vörunnar í gagnagrunni, reikna út afslætti fyrir vörur á útsölu, reikna út söluskatt, skrásetja tíma og dagsetningu færslunnar, skrásetja sundurliðun og greiðsluaðferð færslunnar og vista heildarupphæð færslunnar.