Strikamerki eða strikalykill er framsetning gagna sem vélar geta lesið. Breidd strikanna og bilanna táknar gögnin. Stundum eru strikamerki með mynstum af ferningum, punktum, sexhyrningum og öðrum rúmfræðilegum mynstum.

UPC-A strikamerki.

Strikamerki voru fyrst notuð til að gera kassa í stórmörkuðum sjálfvirkari og þau eru notuð hvarvetna í dag fyrir þetta. Þau geta verið lesin af skönnum eða strikamerkjalesarum. Hægt er að nota farsíma að lesa strikamerki með ljósmyndavélunum sínum, og í Japan eru flestir farsímar með hugbúnaði til þess.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.