Bókaútgáfan Vaka
(Endurbeint frá Bókaforlagið Vaka)
Bókaútgáfan Vaka var íslenskt bókaforlag sem var stofnað árið 1981 af Ólafi Ragnarssyni og Elínu Bergs. Bókaútgáfan var brautryðjandi í útgáfu ódýrra kilja. 1985 keypti fyrirtækið hina gamalgrónu bókaútgáfu Helgafell (stofnað 1942) og til varð bókaútgáfan Vaka-Helgafell.