Kilja eða pappírskilja er bók með kápu úr mjúkum, þunnum pappa eða stinnum pappír. Venjulega eru slíkar bækur límdar í kjölinn en ekki saumaðar eins og innbundnar bækur. Ódýrar kiljur eru gerðar úr ódýrum pappírsblöðum sem gulna fljótt en vandaðari kiljur geta innihaldið samanbrotnar arkir af vönduðum pappír þannig að kaupandinn getur látið binda þær inn ef hann vill.

Ástarsögubókaröð í kilju

Vasabrotsbækur eru oft gefnar út í kilju og orðin eru þannig stundum notuð eins og um samheiti væri að ræða.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.