Bárður á Steig Nielsen
Bárður á Steig Nielsen (f. 16. apríl 1972) er færeyskur stjórnmála- og viðskiptamaður sem hefur verið leiðtogi Sambandsflokksins frá árinu 2015. Hann var lögmaður Færeyja frá 2019 til 2022. Hann er jafnframt markvörður handboltaliðsins VÍF og fyrrum leikmaður í færeyska handboltalandsliðinu.[1]
Bárður á Steig Nielsen | |
---|---|
Lögmaður Færeyja | |
Í embætti 16. september 2019 – 22. desember 2022 | |
Þjóðhöfðingi | Margrét 2. |
Forveri | Aksel V. Johannesen |
Eftirmaður | Aksel V. Johannesen |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 16. apríl 1972 Vestmanna, Færeyjum |
Stjórnmálaflokkur | Sambandsflokkurinn |
Maki | Rakul Nielsen |
Menntun og viðskiptaferill
breytaBárður á Steig Nielsen hefur lokið fyrsta hluta náms í rekstrarbókhaldi við viðskipta- og félagsvísindadeild Árósaháskóla. Hann hefur jafnframt tekið nokkra áfanga í iðnrekstrarfræðinámi við Verslunarskóla Færeyja.[2]
Hann hóf feril í viðskiptum sem starfsmaður hjá endurskoðunarfyrirtækinu Rasmussen og Weihe í Þórshöfn árin 1993–2000. Frá 2001 til 2004 vann hann sem yfirendurskoðandi hjá fyrirtækinu Kollafjord Pelagic á Kollafirði.[3] Árið 2007 sagði hann upp embætti sínu sem fjármálaráðherra Færeyja til þess að vinna sem framkvæmdastjóri byggingaverkefnisins SMI Stóratjørn í Hoyvík, sem íslenskir viðskiptamenn höfðu skipulagt. Verkefninu var aldrei hrint í framkvæmd vegna fjármálakreppunnar 2007–08 en Nielsen hélt starfinu fram í febrúar 2009. Árin 2009–2010 var hann framkvæmdastjóri vélaverslunar í Hoyvík. Frá 2010 var hann framkvæmdastjóri símfyrirtækisins Vodafone Føroyar í Þórshöfn.[2]
Nielsen hefur átt sæti í framkvæmdastjórn Vágaflugvallar, Kollafjord Pelagic og nokkurra annarra verslunarfélaga í Þórshöfn.[4]
Stjórnmálaferill
breytaBárður á Steig Nielsen sat á færeyska þinginu fyrir kjördæmið Norðurstreymoy á árunum 2002–2004 og 2004–2008. Hann var fjármálaráðherra í fyrstu ríkisstjórn Jóannesar Eidesgaard frá 2004 en sagði af sér til að taka við stjórn Stórutjarnarframkvæmdanna, sem runnu að endingu út í sandinn vegna fjármálakreppunnar. Í mars árið 2015 var hann kjörinn varaformaður Sambandsflokksins og í október sama ár var hann kjörinn formaður.[5]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Landsliðsmanningarnar hjá manslandsliðnum 18. juli 1964 –“ (færeyska). Handboltasamband Færeyja. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. maí 2012. Sótt 25. október 2015.
- ↑ 2,0 2,1 „Bárður Nielsen“. LinkedIn. Sótt 25. október 2015.
- ↑ „Bárður á Steig Nielsen“ (færeyska). Løgting. 2007. Sótt 25. október 2015.
- ↑ „Bárður á Steig Nielsen“ (færeyska). Business-Line. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 25. október 2015.
- ↑ Rana, Hallur av (24. október 2015). „Nú stýrir Bárður sambandsskútuni“ (færeyska). in.fo. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. október 2015. Sótt 25. október 2015.
Fyrirrennari: Aksel V. Johannesen |
|
Eftirmaður: Aksel V. Johannesen |