Aurora Nilsson eða Rora Asim Khan (1. janúar 189426. júní 1972) var sænskur rithöfundur sem varð þekkt fyrir skáldævisögu "Flykten från harem" sem kom út árið 1928 en þar skrifaði hún um lífsreynslu sína í Afganistan en hún var gift afgönskum diplómat Asim Khan að nafni. Hún skildi við mann sinn árið 1927 og saga hennar gefur innsýn í líf kvenna í Afganistan á þriðja áratug tuttugustu aldar og er ein fyrsta saga af vestrænni konu sem giftist múslima.

Aurora Nilsson frá Svíþjóð var í listnámi í Berlín í Þýskalandi árið 1925 og kynntist þar tæknifræðinemanum Asin Khan en hann var sonur fyrrum ráðherra í afgönsku stjórninni og var nám hans kostað af ríkisstjórn Afganistan. Afganska sendiráðið lagði blessun sína yfir hjónaband þeirra eftir að Nilsson skrifaði undir að hún myndi taka upp afganska siði og síðar snúast til Múhameðstrúar. Hún fylgdi Khan til Afganistan árið 1926 og lýsir í sögu sinni umskiptum eiginmannsins eftir því sem þau koma nær heimkynnum hans. Hún lýsir líka þeim erfiðleikum sem mæta þeim, eiginmaður hennar fær ekki starf og hún heimsækir hirðina og ýmsa embættismenn og lýsir viðkynningu við þá og samfélaginu. Nilsson lýsir drottningunni Soraya Tarzi og móður konungsins Ollja Hassrat.

Árið 1927 tekst henni að skilja við eiginmanninn með aðstoð þýska sendiráðsins og fer á gistihús og býður eftir að henni berist ferðafé til heimfarar til Svíþjóðar.

Fyrrum eiginmaður hennar Asim Khan var líflátinn í Afganistan árið 1933 eftir að hafa tekið af lífi þrjá starfsmenn breska sendiráðsins í Kabúl en fyrir honum mun hafa vakað af stað deilum milli Bretlands og konungsins Mohammed Nadir Shah sem var hliðhollur Bretum og stuðla að því að fyrrum konungur Amanullah Khan kæmist aftur til valda. Þetta mun hafa stuðalað að því að Nadir konungur missti völdin seinna sama ár.

Tenglar

breyta