Aspartam
Aspartam er sætuefni sem er notað í staðinn fyrir sykur í flestum léttvörum; E-tala efnisins er E 951. Aspartam er selt sem borðsætuefni undir nöfnunum Canderen og Equal (í Bandaríkjunum) en er fyrir það mesta í tilbúnum matvörum.
Eitt gramm af aspartami inniheldur einungis fjórar hitaeiningar, skemmir ekki tennurnar og hefur engin áhrif á blóðsykur eða insúlín. Efnið er u.þ.b. 200 sinnum sætari en sykur og getur haft laxeráhrif við of mikið inntak.
Aspartam var kynnt í matvælaiðnaði árið 1981 í Bandaríkjunum, þá undir nafninu Nutrasweet.
Þegar líkaminn brýtur niður aspartam myndast metanól. Hafa ber þó að hafa í huga að maður fær í sig mikið meira af metanóli úr einu glasi appelsínusafa en úr einu glasi af aspartamsættum safa. Í appelsínusafan er er metanólið bundið í pektínsem sem hindrar líkamann að taka upp metanólið svo að það er áhættulaust að drekka safann) Hvernig metanólið í aspartaminu hefur áhrif á almenning er enn óljóst.
Aspartam finnst í u.þ.b. 6.000 matvörum í heiminum, þar af ca. 2.000 í Evrópu. Það má finna aspartam t.d. í kökum, safa, gosi, ís, tyggjó, hálstöflum, meðölum, konfekti og fleiru.
Mögulegur krabbameinsvaldur
breytaÍ júlí árið 2023 var aspartam opinberlega flokkað sem mögulegur krabbameinsvaldur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni [1][2]. Alþjóða krabbameinsrannsóknarstofnunin sem er undirstofnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar birti skýrslu í ágúst sama ár þar sem flokkunin var gerð samhliða ráðleggingum um neyslu og útsetningu fyrir efninu.
Heimild
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Aspartame hazard and risk assessment results released“. Júlí 2023.
- ↑ RÚV (Júlí 2023). „Aspartam flokkað sem mögulega krabbameinsvaldandi“.