Hitaeining
Hitaeining eða kaloría er orkueining (tákn: cal, Cal eða CAL) sem á við orku þá, sem þarf til að hita eitt gramm af vatni um eina gráðu á selsíus[1]
Þó hitaeining sé hluti metrakerfisins hefur mælieining Alþjóðlega einingakerfisins, júl að hluta leyst hana af hólmi. Hitaeining er þó enn mikið notuð í daglegu lífi til að mæla orkugildi matvæla. Þannig jafngildir ein hitaeining u.þ.b. 4,2 júlum og ein kílókalóría, þ.e. 1000 hitaeiningar, um 4,2 kílójúlum. Oftast er átt við kílókalóríur, þegar rætt er um orkugildi næringar.
Franski eðlisfræðingurinn Nicolas Clément skilgreindi hitaeininguna fyrstur manna árið 1824, en orðið „kaloría“ á rætur að rekja til latneska orðsins calor, sem þýðir „hiti“.