Hitaeining eða kaloría er orkueining skilgreind á eftirfarandi hátt:

  • ein hitaeining (tákn: cal) á við orkumagnið sem þarf til að hita eitt gramm af vatni upp um eina gráðu á selsíus[1]


Þó að báðar þessar einingar séu tilgreindar í metrakerfinu hefur júlið leyst hitaeininguna af hólmi samkvæmt Alþjóðlega einingakerfinu. Ein hitaeining jafngildir um það bil 4,2 júlum (þannig jafngildir ein kílókalória 4,2 kílójúlum).

Þrátt fyrir að hitaeiningin sé ekki lengur opinber mælieining samkvæmt Alþjóðlega einingakerfinu er hún mikið notuð í daglegu lífi til að mæla orkugildi matvæla. Franski eðlisfræðingurinn Nicolas Clément var sá sem skilgreindi hitaeininguna í fyrsta sinn árið 1824. Orðið „kaloría“ á rætur að rekja til latneska orðsins calor, sem þýðir „hiti“.

Heimild

breyta
  1. „Vísindavefurinn: Ein hitaeining er sú orka sem þarf til að hita vatn um eina gráðu, en á hvaða bili?“. Sótt 26. október 2013.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.