Arfbótastefna
Arfbætur (einnig kynbætur, mannbætur eða mannakynbætur) (enska: eugenics) er hugmyndafræði sem hefur það að markmiði að bæta erfðagæði mannfólks. Þau nutu töluverðra vinsælda á fyrri helmingi tuttugustu aldar. Fyrsta alþjóðlega þing arfbótasinna var haldið 1921 og var sótt og stutt af mörgum þekktum mönnum svo sem; Leonard Darwin, syni Charles Darwin, sem var forseti þingsins, heiðursvaraforseta þess Winston Churchill, Alexander Graham Bell ásamt fjölda annara. Arfbótastefna Þriðja ríkisins einblíndi nokkuð á viðhorf Eugen Fischer og hugmyndir hans um þroskunarerfðafræði.
Endanleg markmið stefnunar eru að gera fólk skarpara, hraustara og fegurra með stjórnun erfðaeiginleika.