Sortulyng (eða mulningur) (fræðiheiti: Arctostaphylos uva-ursi) er berjategund. Það er smávaxinn runni 15 - 30 sentimetra hár. Blöð sortulyngs eru þykk, gljáandi og sígræn. Þau innihalda mikla sútunarsýru (tannín) sem beitarvörn. Aldinin eru nefnd lúsamulningar. Þau eru algeng fæða og vetrarforði hagamúsa. Sortulyng vex í lyngmóum og skóglendi en er viðkvæmt fyrir vetrarbeit. Hæsti skráði fundarstaður sortulyngs á Íslandi er 650 metrum sunnan í Skessuhrygg í Höfðahverfi.

Arctostaphylos uva-ursi

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Ættkvísl: Arctostaphylos
Tegund:
A. uva-ursi

Tvínefni
Arctostaphylos uva-ursi
(L.) Spreng.
Arctostaphylos uva-ursi

Það eru fjórar undirtegundir :

  • Arctostaphylos uva-ursi subsp. uva-ursi. (e. Common Bearberry); vex á pólsvæðum og nálægt þeim og í fjöllum lengra á syðri svæðum.
  • Arctostaphylos uva-ursi subsp. adenotricha. vex í hálendi í Sierra Nevada í Bandaríkjunum.
  • Arctostaphylos uva-ursi subsp. coactilis. Vex á norðanverðri strönd Kaliforníu til San Fransiskó flóans.
  • Arctostaphylos uva-ursi subsp. cratericola (J. D. Smith) P. V. Wells. (e. Guatemala Bearberry), vex í Guatemala í mikilli hæð (3000-4000 m).

Sortulyng til forna breyta

Sortulyng (eða mulningur) var hér á landi stundum notað til að drýgja tóbak. Það var einnig þekkt meðal Sioux indíána Norður-Ameríku. En frægast er sortulyngið sem uppistaða í bleki fornaldar. Það var einnig notað sem litarefni. Í galdrabók frá 15. öld er það sagt gott til að fæla burt drauga. Nafnið lúsamulningar er einnig þekkt, en það stafar af því að menn töldu sig verða lúsuga af því að borða sortulyng.

Heimildir breyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.