Höfðahverfi
Höfðahverfi er íslensk sveit í austanverðum Eyjafirði og tilheyrir Grýtubakkahreppi. Það er kennt við Höfðann, sem stendur við fjörðinn og sést hvaðanæva að úr sveitinni. Þorpið Grenivík er í Höfðahverfi, og margir bóndabæir, svo sem Grýtubakki, Lómatjörn, Hléskógar og Höfði. Þengill mjögsiglandi nam þar land, segir Landnámabók, og er höfðinn kenndur við hann.