Höfðahverfi er íslensk sveit í austanverðum Eyjafirði og tilheyrir Grýtubakkahreppi. Það er kennt við Höfðann, sem stendur við fjörðinn og sést hvaðanæva að úr sveitinni. Þorpið Grenivík er í Höfðahverfi, og margir bóndabæir, svo sem Grýtubakki, Lómatjörn, Hléskógar og Höfði. Þengill mjögsiglandi nam þar land, segir Landnámabók, og er höfðinn kenndur við hann.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.