Araniko (upphaflega Balabahu, fæddur 1243, látinn í Kína 1306) var frægur arkitekt frá Nepal sem einnig var þekktur fyrir mynd- og högglist sína. Nafn hans þýðir á kínversku kvenlegt andlit, en hann líktist einmitt konu.

Araniko fæddist mögulega í Patan og var af Newar-þjóðarbrotinu. Um 12 ára aldur fór hann til Kína í boði Kublai Khan keisara en þar átti hann að reisa búddamusteri. Byggingarlist hans sést einn þann dag í dag, svo sem í Peking. Hann vann svo vel að Kínakeisari sjálfur vildi leggja fyrir hann próf. Hann skyldi laga koparstyttu af Sung keisara. Eftir viðgerðina var styttan svo fullkomin að jafnvel færustu listamenn landsins dáðust af handbragðinu.

Araniko kynnti nepalska byggingarlist í Tíbet, Indókína og víðar. Hann bjó í Kína fram að dauðdaga.

Tengill

breyta