Appalasíufjöll
Appalasíufjöll (enska: Appalachian Mountains) eru fjallgarður í Norður-Ameríku sem liggur frá Nýfundnalandi og Labrador í Kanada til Alabama í Bandaríkjunum. Hæsta fjall fjallgarðsins er Mt. Mitchell í Norður-Karólínu, 2.040 metra hátt. Þessi fjallakeðja er sú elsta í Norður- Ameríku.