Sveipjurtaætt

(Endurbeint frá Apiaceae)

Sveipjurtaætt (fræðiheiti: Apiaceae eða Umbelliferae) er ætt dulfrævinga sem venjulega eru lyktsterkir með holan stöngul og blómsveip. Þessari ætt tilheyra meðal annars matjurtir eins og hvönn og gulrót, og kryddjurtir eins og steinselja, dill, kúmen, kóríander og kerfill. Sveipjurtaætt er stór ætt sem telur um 300 ættkvíslir og meira en 3000 tegundir. Blómin eru samhverf með fimm bikarblöð, fimm krónublöð og fimm fræfla.

Sveipjurtaætt
Blómsveipur gulrótar (Daucus carota)
Blómsveipur gulrótar (Daucus carota)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sveipjurtabálkur (Apiales)
Ætt: Apiaceae (eða Umbelliferae)
Lindl.
Type genus
Apium
L.
Ættkvíslir

Meðal annars:

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.