Kryddjurt er jurt sem er notuð fersk eða þurrkuð til að krydda mat. Nær öll krydd koma úr jurtaríkinu, en kryddjurtir eru grænar jurtir þar sem blöð eða blóm eru gjarnan notuð fersk, ólíkt þurrkuðum kryddum sem oftast eru úr berki eða fræjum. Dæmi um algengar kryddjurtir eru steinselja, kóríander, basilíka, garðablóðberg, minta og rósmarín.

Rósmarín, garðablóðberg og kjarrmynta.

Sumar kryddjurtir eru jafnframt lækningajurtir.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.