Anthony C. Grayling
Anthony Clifford Grayling (fæddur 3. apríl 1949) er breskur heimspekingur og rithöfundur. Hann er prófessor í heimspeki við Birkbeck Háskóla í London. Hann er með M.A.-gráðu og doktorsgráðu frá Oxford-háskóla.
Anthony Clifford Grayling | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 3. apríl 1949 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar |
Skóli/hefð | rökgreiningarheimspeki |
Helstu viðfangsefni | frumspeki, málspeki, þekkingarfræði, rökfræði |
Bernska
breytaGrayling fæddist í bænum Luanshya í Zambíu og ólst upp í breska samfélaginu þar. Fyrstu kynni hans við heimspekileg skrif voru þegar hann var tólf ára gamall þegar hann las enska þýðingu á samræðu Platons um Karmídes. Þetta hafði djúpstæð áhrif á Grayling sem hélt áfram að lesa heimspekileg rit og nam þau fræði þegar hann kom aftur til Englands á unglingsárum.
Heimspekileg rit
breytaGrayling hefur einbeitt sér að þeirri grein heimspekinnar sem hann hefur mestan áhuga á, svokallaðri tæknilegri heimspeki sem má lýsa sem samspili þekkingarfræðinnar, frumspeki og rökfræði. Hann blandar þessum greinum saman til þess að kanna hvert samband mannshugans og heimsins er og vill með því meðal annars véfengja heimspekilega efahyggju. Í hans helstu verkum má finna röksemdir hans og eru þau helstu The Refutation of Scepticism (1985), Berkeley: The Central Arguments (1986), Wittgenstein (1988), Russell (1996), Truth Meaning and Realism (2007) og Scepticism and the Possibility of Knowledge (2008).
Grayling notar hugmyndina um heimspekilega þekkingu sem mótvægi við röksemdir efahyggjumanna og þar með upplýsa almenn sjónarmið í raunsæisumræðunni sem inniheldur hugtök á borð við sannleika og merkingu.
Stöðuveitingar
breyta- Meðlimur í konunglegu listaakademíunni
- Meðlimur í konunglegu bókmenntaakademíunni
- Meðlimur Heimsviðskiptaráðstefnunnar í Davos árin 2000-2004
- Meðlimur ritstjórnar tímaritanna Reason in Practice og Prospect
- Gestakennari í heimspeki við Kínversku Félagsvísindaakademíuna árið 1986
- Heiðusritari í Aristótelíska samfélaginu 1993-2001
- Gifford-fyrirlesari hjá Háskólanum í Glasgow árið 2005
Útgefin verk
breyta- An Introduction to Philosophical Logic. (1982), ISBN 0-389-20299-1
- 2. útg. (1990), ISBN 0-7156-2353-2
- 3. útg. (1997), ISBN 0-631-20655-8
- The Refutation of Scepticism (1985), ISBN 0-7156-1922-5
- Berkeley: The Central Arguments (1986), ISBN 0-7156-2065-7
- Wittgenstein (1988), ISBN 0-19-287676-7
- China: A Literary Companion (1994), ISBN 0-7195-5353-9, með Susan Whitfield
- Philosophy: A Guide Through the Subject (1995), ISBN 0-19-875156-7, ed.
- Russell (1996), ISBN 0-19-287683-X
- The Future of Moral Values (1997), ISBN 0-297-81973-9
- Philosophy 2: Further Through the Subject (1998), ISBN 0-19-875179-6, ed.
- The Quarrel of the Age: The Life and Times of William Hazlitt (2000), ISBN 0-297-64322-3
- The Meaning of Things: Applying Philosophy to Life (2001), ISBN 0-297-60758-8
- gefin út í Bandaríkjunum sem Meditations for the Humanist: Ethics for a Secular Age
- The Reason of Things: Living with Philosophy (2002), ISBN 0-297-82935-1
- gefin út í Bandaríkjunum sem Life, Sex, and Ideas: The Good Life Without God
- What Is Good?: The Search for the Best Way to Live (2003), ISBN 0-297-84132-7
- The Mystery of Things (2004), ISBN 0-297-64559-5
- Descartes: The Life of René Descartes and Its Place in His Times (2005), ISBN 0-7432-3147-3
- The Heart of Things: Applying Philosophy to the 21st Century (2005), ISBN 0-297-84819-4
- The Form of Things: Essays on Life, Ideas and Liberty in the 21st Century (2006), ISBN 0-297-85167-5
- The Continuum Encyclopedia of British Philosophy (2006), ISBN 1-84371-141-9, ed. með Andrew Pyle og Naomi Goulder
- Among the Dead Cities: Was the Allied Bombing of Civilians in WWII a Necessity or a Crime? (2006), ISBN 0-7475-7671-8
- Pappírskilja: (2007) ISBN 0-8027-1565-6
- On Religion (Nóvember 2007) (play) með Mick Gordon
- Against All Gods: Six Polemics on Religion and an Essay on Kindness (2007), ISBN 978-1-84002-728-0
- Truth, Meaning and Realism: Essays in the Philosophy of Thought (Júní 2007), ISBN 978-0-8264-9748-2
- Towards The Light (September 2007) ISBN 978-0-8027-1636-1
- gefin út í Bandaríkjunum sem Towards the Light of Liberty
- The Choice of Hercules (Nóvember 2007)
- Scepticism and the Possibility of Knowledge (Apríl 2008)
- Ideas That Matter: A Personal Guide for the 21st Century (Apríl 2009), ISBN 978-0-297-85676-4
- Liberty in the Age of Terror : A Defence of Civil Society and Enlightenment Values (Júní 2009)
- To Set Prometheus Free: Essays on Religion, Reason and Humanity (Desember 2009), ISBN 978-1-84002-962-8