Afríka (skattland)

Afríka (latína: Africa) var rómverskt skattland í Norður-Afríku og náði yfir það sem í dag heitir Túnis, auk hluta af Miðjarðarhafsströnd Líbýu. Umdæmið var enn stærra á tímum veldis Karþagóar sem stóð í því miðju. Heimsálfan Afríka heitir í höfuðið á héraðinu. Arabar nefndu síðar nokkurn vegin sama svæði Ifriqiya.

Kort af rómversku skattlöndunum um 120. Afríka er lituð.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.