Andrej Silnov (rússneska: Андрей Сильнов, fæddur 9. september 1984 í Sjakti) er rússneskur hástökkvari. Hann sigraði hástökkskeppni karla á Ólympíuleikunum 2008.

Andrej Silnov (2018).

Silnov tók gull á Evrópumótinu 2006 þegar hann stökk 2,36 metra. Þar með bætti hann gamalt evrópumet Steinars Hoen frá árinu 1994 um einn sentimetra. Viku eftir Evrópumótið stökk Silnov 2,37 metra í Mónakó en það var besta stökk ársins.[1]

25. júlí 2008 setti hann persónulegt met á London Grand Prix er hann stökk 2,38 metra og náði þá síðasta sætinu í rússneska frjálsíþróttaliðinu fyrir ÓL-08.

Tilvísanir

breyta
  1. „IAAF top lists - men's high jump 2006“.
   Þetta æviágrip sem tengist íþróttum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.