Andrés Iversen Rafn (d. 1695) var danskur maður sem gegndi starfi landfógeta á Íslandi í lok 17. aldar en var þó ekki eiginlegur landfógeti, heldur umboðsmaður danskra kaupmanna sem höfðu landið á leigu.

Hann tók við af Heidemann landfógeta árið 1693 en starfstíð hans var ekki löng því hann dó á Bessastöðum snemma árs 1695. Jón Halldórsson í Hítardal segir í Hirðstjóraannál að hann hafi verið fyrirferðarlítill og fáskiptinn maður.

Heimildir

breyta
   Þessi sagnfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.