Andorra í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
yfirlit um þátttöku Andorru í Eurovision
Andorra hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 6 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 2004. Landið er það eina sem hefur aldrei keppt í lokaúrslitunum, þar sem besta niðurstaða þess er 12. sæti í undanúrslitunum árið 2007. Andorra dró sig úr keppni eftir þátttökuna árið 2009 þegar sjónvarpstöðin Ràdio i Televisió d'Andorra (RTVA) tilkynnti að erfiðleikar væru að fjármagna framfylgjandi þátttöku, og hefur landið ekki keppt síðan.
Andorra | |
---|---|
Sjónvarpsstöð | RTVA |
Söngvakeppni | 12 punts (2004), Desitja'm sort (2005), Passaport a Moscou (2009) |
Ágrip | |
Þátttaka | 6 (0 úrslit) |
Fyrsta þátttaka | 2004 |
Besta niðurstaða | 12. sæti (u.úrslit): 2007 |
Núll stig | Aldrei |
Tenglar | |
Síða Andorru á Eurovision.tv |
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
breytaSíðasta sæti |
Ár | Flytjandi | Lag | Tungumál | Úrslit | Stig | U.úrslit | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
2004 | Marta Roure | Jugarem a estimar-nos | katalónska | Komst ekki áfram | 18 | 12 | |
2005 | Marian van de Wal | La mirada interior | katalónska | 23 | 27 | ||
2006 | Jenny | Sense tu | katalónska | 23 | 8 | ||
2007 | Anonymous | Salvem el món | katalónska, enska | 12 | 80 | ||
2008 | Gisela | Casanova | enska | 16 | 22 | ||
2009 | Susanne Georgi | La teva decisió (Get a Life) | katalónska, enska | 15 | 8 | ||
Engin þátttaka síðan 2009 (15 ár) |