Andalúsía

(Endurbeint frá Andalucía)

Andalúsía (spænska: Andalucía) er sjálfstjórnarsvæði á Suður-Spáni. Höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins er borgin Sevilla. Andalúsía skiptist svo í þessi átta héruð: Almería, Cádiz, Córdoba, Granada, Huelva, Jaén, Málaga og Sevilla.

Andalúsía
Andalucía
Sjálfstjórnarhérað
Fáni Andalúsía
Skjaldarmerki Andalúsía
Kjörorð: 
Andalucía por sí, para España y la Humanidad
LandSpánn
Sjálfstjórn28 Febrúar 1980
Stjórnarfar
 • ForsetiJuan Manuel Moreno (PP)
Flatarmál
 • Samtals87.599 km2
Mannfjöldi
 (2023)
 • Samtals8.494.260
TímabeltiUTC+1
 • SumartímiUTC+2
Svæðisnúmer34
VefsíðaAndalucía
Kort.

Andalúsía nær frá um 36° til um 39° norðlægrar breiddar. Helstu fjallgarðarnir eru Sierra Morena í norðvesturhlutanum og Baetic-fjallgarðurinn í suðri myndað af Penebetica og Subbetica fjallgörðunum. [1] Á milli fjallgarðanna er Baetic lægðin og Guadalquivirdalurinn og samnefnt fljót sem Sevilla stendur við. Andalúsía er þurrasta og heitasta svæði Spánar með um 150 mm meðaltals ársúrkomu sem getur þó farið upp í 2000 mm á afmörkuðum svæðum. Úrkoman er mest að vetri í vesturhlutanum sem snýr að Atlantshafinu. Stærsta fljótið er Guadalquivir sem er um 660 km og vatnasviðið er um 58.000 km². Í Sierra Morena er jarðvegurinn súr, grýttur og rýr sem hentar best fyrir skógrækt. Í dölum á svæðinu þar sem kalkstein blandast í jarðveginn eru komin skilyrði fyrir kornrækt í skepnufóður. Í Baetic-fjöllunum er jarðvegurinn fjölbreytilegri og þar eru góð skilyrði fyrir ólífurækt. Í Baetic-lægðinni og Guadalquivir-dalnum er jarðvegurinn mjög þykkur og næringarríkur. Þar eru því mjög góð skilyrði til akuryrkju; einkum í ársetjarðveginum í dalnum

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.