Anúbis (fornegypska: Inpw eða Anpw; forngríska: Ἄνουβις) er guð líksmurninga og greftrunar samkvæmt egypskri goðafræði. Anúbis hafði líkama manns en höfuð af sjakala. Elsta heimildin sem minnist á Anubis eru pýramídatextar frá tímum Gamla ríkisins í Egyptalandi hinu forna, þar sem hann er tengdur við greftrun konungsins. Hann var höfuðguð hinna dauðu og tengdist múmíugerð og ferð hins látna til undirheima, en á tíma Miðríkisins tók Ósíris við þessu hlutverki og Anúbis varð fyrst og fremst guð smurningarinnar. Hugsanlega hefur þetta hlutverk hans tengst ótta við að sjakalar græfu upp lík hinna dauðu og ætu þau.

Anúbis hugar að múmíu Sennedjebs. Grafhýsismálverk frá 13. öld f.Kr.

Á tímum Ptólemajaveldisins var Anúbis settur saman við gríska guðinn Hermes og dýrkaður sem Hermanúbis.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.