Amerigo Vespucci (9. mars 145422. febrúar 1512) var ítalskur landkönnuður og kortagerðarmaður frá Flórens. Talið er að heimsálfan Ameríka dragi nafn sitt af honum. Vespucci tók þátt í nokkrum portúgölskum leiðöngrum til Suður-Ameríku á árunum 1499 til 1502. Nokkrar frásagnir af þessum leiðöngrum sem voru eignaðar honum komu út á prenti milli 1502 og 1504 og leiddu til þess að þýski kortagerðarmaðurinn Martin Waldseemüller kaus að nefna álfuna eftir honum, án þess að Vespucci sjálfur hefði hugmynd um það.

Stytta af Vespucci fyrir utan Uffizi-safnið í Flórens.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.