Alvöru fólk
Alvöru fólk (sænska: Äkta människor) er sænskur sjónvarpsþáttur byggður á vísindaskáldsögu eftir Lars Lundström sem sýndur var fyrst í sænska sjónvarpinu SVT 1 22. janúar 2012. Framleiddar hafa verið tvær þáttaraðir og eru tíu kvíkmyndir sem eru ein klukkustund hver í hverjum flokki. Sagan segir frá samskiptum vélmenna og fólks í heimi þar sem erfitt er að greina hverjir eru vélmenni og hverjir eru manneskjur.
Íslenska sjónvarpið RÚV sýndi Alvöru fólk vorið 2014.