Along Came Polly er bandarísk rómantísk gamanmynd frá árinu 2004 með Ben Stiller og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum. Myndin var skrifuð og leikstýrt af John Hamburg.

Along Came Polly
LeikstjóriJohn Hamburg
HandritshöfundurJohn Hamburg
FramleiðandiDanny DeVito
Michael Shamberg
Stacey Sher
LeikararBen Stiller
Jennifer Aniston
Philip Seymour Hoffman
Debra Messing
Hank Azaria
Bryan Brown
Alec Baldwin
KvikmyndagerðSeamus McGarvey
KlippingWilliam Kerr
Nick Moore
TónlistTheodore Shapiro
DreifiaðiliUniversal Studios
FrumsýningFáni Bandaríkjana 16. janúar 2004
Fáni Íslands 20. febrúar 2004
Lengd90 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkLeyfð öllum
Ráðstöfunarfé$ 42 milljónir

Söguþráður breyta

Reuben Feffer (Ben Stiller) vinnur við áhættutryggingar og þar sem vinnan hans snýst um að greina áhættur fyrir tryggingar, lifir hann lífinu þannig að það sé eins áhættulítið og hægt er, laust við alla óþarfa áhættu. Þegar myndin byrjar er hann að fagna brúðkaupi sínu og Lisu Kramer (Debra Messing) en grípur hana stuttu síðar í bólinu með öðrum manni, Claude (Hank Azaria), frönskum köfunarkennara, í brúðkaupsferðinni. Eftir að hann snýr heim aftur reynir hann að raða lífi sínu saman aftur. Eitt kvöld fer Reuben á listasýningu, eftir að besti vinur hans, fyrrum unglingsstjarnan Sandy (Philip Seymour Hoffman), neyðir hann til að fara. Þar hittir hann óvænt fyrrum bekkjarsystur sína úr menntaskóla, Polly Prince (Jennifer Aniston). Við lok kvöldsisn hafa þau ákveðið að hittast aftur.

Reuben og Polly byrja saman og kynnir hún hann fyrir því sem hann hafði stimplað "of áhættumikið", eins og að borða á marokkóskum veitingastað (Reuben þjáist af hægðalosandi sjúkdómi) og salsa-dansi. Munur þessara tveggja persónuleika búa til fyndnar aðstæður í gegnum myndina. Í vinnunni reynir Reuben að fá að tryggja Lelan Van Lew, ástralskan viðskiptajöfur sem finnst gaman að lifa lífinu á áhættusaman hátt (eins og að synda með hákörlum) sem gerir það erfiðara að tryggja hann. Sandy er einnig mjög upptekinn við að taka upp heimildarmynd um líf hans "sem stjarna".

Reuben lendir í klemmu þegar hann er fastur milli hinnar frjálslega þenkjandi Polly og Lisu, sem hefur snúið aftur og segir að hún vilji taka aftur saman við Reuben. Til að leysa þetta vandamál setur hann Polly og Lisu inn í Risk Master, tölvuforrit sem metur áhættuna í prósentum þegar tekið er tillit til kosta og galla fólks. Tölvan segir honum, þrátt fyrir þónokkur neyðarleg atvik með henni, sé rétti kosturinn fyrir hann. Polly móðgast þegar hún sér að Reuben hefur sett samband þeirra inn í áhættumæli og þrátt fyrir bænir Reuben og staðfestu fyrir því að hafa valið hana, hafnar Polly honum og boði hans um að flytja inn til hans. Á meðan þau rífast segir hún Reuben frá því að faðir hennar hafi í raun átt tvær konur og tvær fjölskyldur, sem er ástæða þess að hún sé hrædd við skuldbindingar. Hún slítur sambandinu þá og segir honum að hann sé betur settur með Lisu.

Eftir sambandsslitin við Polly, byrjar Reuben aftur samband við Lisu en er óhamingjusamur og líður ekki vel. Þegar hann kemst að því að Polly er að flytja, flýtir hann sér í íbúðina hennar og nær henni rétt áður en hún fer. Reuben biður hana afsökunar og segir að hún sé áhættusöm en þess virði. Polly er ekki sannfærð svo Reuben fer og kaupir hnetur af götusala og hendir þeim í götuna áður en hann borðar þær, til að sýna henni að hann geti tekið áhættur. Hann segir henni líka að ef hún fari, muni hún aldrei vita hvað þau hefðu getað átt saman. Næsta atriði sýnir Reuben og Polly á ströndinni þar sem hann og Lisa voru í brúðkaupsferð í byrjun myndarinnar og þar hitta þau Claude aftur. Í stað þess að vera reiður í þetta skiptið er Reuben þakklátur Claude og fer síðan í vatnið með Polly.

Persónur & Leikendur breyta

Heimildir breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Along Came Polly“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2010.