Allium tubiflorum
Allium tubiflorum er tegund af laukætt ættuð frá Kína (Gansu, Hebei, Henan, Hubei, Shaanxi, Shanxi, Sichuan) frá sjávarmáli upp í 2000 m. hæð[1]
合被韭 he bei jiu | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Allium tubiflorum | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Allium tubiflorum er ein fárra tegunda af ættkvíslinni Allium sem er án hinnar einkennandi lauk eða hvítlauks lyktar. Hann myndar staka lauka, egg til kúlulaga, að 2 sm í þvermál. Blómstöngullinn er að 40 sm langur. Blöðin eru rörlaga, að 3 mm í þvermál, nokkurnveginn jafnlöng blómstönglinum. Blómskipunin er með fáum rauðum eða fjólurauðum blómum.[1][2][3]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Flora of China v 24 p 201
- ↑ Rendle, Alfred Barton. 1906. Journal of Botany, British and Foreign 44(2): 44–45, pl. 476, c. 8–11.
- ↑ Stearn, William Thomas. 1931. Bulletin of Miscellaneous Information Kew 1931: 107.
Ytri tenglar
breyta
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Allium tubiflorum.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Allium tubiflorum.