Allium anceps er tegund af laukplöntum[1][2] ættuð frá vesturhluta Bandaríkjanna, þar sem hún er útbreidd í Nevada, og nær útbreiðslan yfir í nærliggjandi svæði í Kalifornía, Idaho, og Oregon.[2] Hún vex í ófrjóum leir- eða grýttum jarðvegi.[2][3][4]


Ástand stofns

Virðist öruggt (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiosperms)
Flokkur: Einkímblöðungur (Monocots)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Laukætt (Alliaceae)
Ættkvísl: Laukar (Allium)
Tegund:
A. anceps

Tvínefni
Allium anceps
Kellogg

Þetta er fjölær jurt með blómstöngul upp af 2 sm háum og 4 sm breiðum lauk. Laukarnir eru að 5 saman, stundum saman í brúnu eða gulbrúnu hýði. Blöðin eru tvö, flöt sigðlaga, að 26 sm löng. Blómstöngullinn er uppréttur, að 15 sm hár, og flatur með vængjuðum kanti. Blómskipanin samanstendur af 15 til 35 blómum. Stjörnulaga blómin eru um 1 sm breið með sex bleikum krónublöðum með grænum æðum. Fræflarnir sex eru með gulum frjóhnappi með gulu frjódufti. Þegar fræið er þroskað visnar stöngullinn og brotnar af, yfirleitt með blöðunum.[4][5]

Laukarnir eru ætir og voru fæðuuppspretta Paiute indíána, sem steiktu þá og pressuðu í kökur.[6]

Tilvísanir breyta

  1. Allium anceps. Geymt 30 maí 2017 í Wayback Machine USDA PLANTS.
  2. 2,0 2,1 2,2 Allium anceps.[óvirkur tengill] NatureServe. 2012.
  3. Allium anceps. The Jepson eFlora 2013.
  4. 4,0 4,1 Allium anceps. Flora of North America.
  5. Kellogg, Albert. 1863. Proceedings of the California Academy of Sciences 2: 109, f. 32.
  6. Allium anceps. Native American Ethnobotany. University of Michigan, Dearborn.

Ytri tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.