Alfreð Clausen syngur með Carl Billich

Alfreð Clausen syngur með Carl Billich er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Alfreð Clausen lögin Góða nótt og Ég minnist þín við undirleik Carl Billich. Plötumiðar voru grænir á plötunni sem gaf til kynna að um léttklassísk lög væri að ræða. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Alfreð Clausen syngur með Carl Billich
Bakhlið
IM 35
FlytjandiAlfreð Clausen, Carl Billich
Gefin út1954
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Góða nótt - Lag - texti: Clutsam - Ólafur Björn Guðmundsson - Hljóðdæmi
  2. Ég minnist þín - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum


Söngvarinn

breyta
 
Alfreð Clausen söng mörg vinsæl lög inn á plötur fyrir Íslenzka tóna.