Alfreð Clausen og Ingibjörg Þorbergs - Harpan ómar

Alfreð Clausen og Ingibjörg Þorbergs syngja
Bakhlið
IM 55
FlytjandiAlfreð Clausen, Ingibjörg Þorbergs, kór og hljómsveit Carl Billich
Gefin út1954
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Alfreð Clausen og Ingibjörg Þorbergs syngja er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngja Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen tvö lög eftir Ágúst Pétursson. Ingibjörg og Alfreð syngja saman lagið Harpan ómar og Alfreð syngur Þórð sjóara með kór og hljómsveit Carl Billich. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti

breyta
  1. Harpan ómar - Lag - texti: Ágúst Pétursson - Jenni Jónsson - Hljóðdæmi
  2. Þórður sjóari - Lag - texti: Ágúst Pétursson - Kristján frá DjúpalækHljóðdæmi


Þórður sjóari

breyta

Lag Ágústar, söngur Alfreðs og flutningur allur féll í góðan jarðveg eins og alþekkt er, en ljóð Kristjáns frá Djúpalæk átti ekki minnstan þátt í að lagið náði þeirri alþýðuhylli sem akipar því í flokk þekktustu og dáðustu íslensku dægurlaga síðustu aldar. Meðal þeirra sem síðar tóku lagið upp á sína arma og sungu inn á plötur eru Vilhjálmur Vilhjálmsson og Eiríkur Hauksson.

'