Alfreð Clausen - Litla stúlkan

Alfreð Clausen með kvartett Josef Felzmann er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngur Alfreð Clausen lögin Kveðja og Litla stúlkan, við undirleik kvartetts Josef Felzmann. Kvartettinn skipuðu auk Josef sem lék á fiðlu, Carl Billich, píanó, Trausti Thorberg, gítar og Einar B. Waage, bassi. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Alfreð Clausen með kvartett Josef Felzmann
Bakhlið
IM 28
FlytjandiAlfreð Clausen, Josef Felzmann, Carl Billich, Trausti Thorberg, Einar B. Waage
Gefin út1953
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Kveðja - Lag - texti: Robinson (I went to your wedding) - Kristín Engilbertsdóttir
  2. Litla stúlkan - Lag og texti: Steingrímur Sigfússon - Hljóðdæmi