Skautbúningur er íslenskur þjóðbúningur og kvenbúningur sem Sigurður Guðmundsson málari hannaði á árunum 18581860. Hann dregur nafn af skautafaldinum sem er oftast nefndur faldur.

Alexandrine Danadrottning í íslenskum skautbúning. Hún kom með manni sínum til Íslands árið 1921 og kvenfélagskonur létu þá sauma skautbúning og möttul og gáfu drottningunni. Búningurinn er varðveittur í Amalienborg.
Alexandría í möttlinum utan um skautbúninginn

Búningurinn var úr svörtu klæði, aðskorin treyja með löngum þröngum ermum. Pilsið var sítt og fellt allan hringinn en fellingar þéttari að aftan en framan. Hvít blúnda var í hálsmáli og framan á ermum. Treyjan var krækt saman neðst en tekin saman með nælu við hálsmál en höfð opin yfir barmi og undir var útsaumað eða blúndulagt peysubrjóst. Flauelsborðar í hálsmáli og framan ermum voru með gull- eða silfurbaldýruðum blómsveigum og neðan á pilsið var saumaður blómabekkur í sams konar blómum. Á höfði var hvítur faldur og yfir honum faldblæja og um faldinn var gyllt koffur. Um mittið var stokkabelti.

Árið 1857 kom út löng gagnrýnin ritgerð um íslenska kvenbúninga eftir Sigurð Guðmundsson málara þar sem hann setti hann þar fram tillögur um breytingar á eldra hátíðabúningi kvenna, faldbúningnum. Greinin hafði mikil áhrif og var fyrsti skautbúningurinn brúðarbúningur í Reykjavík árið 1859 og þann 19. júní 1860 kom Sigurlaug Gunnarsdóttir í Skagafirði fram í skautbúningi.

Heimildir

breyta