Alexandría
Borg í Egyptalandi
(Endurbeint frá Alexandría (Egyptalandi))
Alexandría er önnur stærsta borg Egyptalands. Borgin var stofnuð af Alexander mikla um 331 f.Kr. er ríki hans var sem stærst. Borgin var fljót að blómstra og varð ein helsta miðstöð menningar og verslunar. Þar var stórt bókasafn stofnað af Ptolemajos Sóter rétt eftir dauða Alexanders (323 f.Kr.). Í Bókasafninu í Alexandríu er að þar hafi verið allt að 700.000 bækur en safnið brann í óeirðum og er talið að þar hafi mikil þekking farið forgörðum. Alexandría er á Miðjarðarhafsströnd Egyptalands 208 km norðvestan við Kaíró. Íbúafjöldi er um 4.317.000 (2009).
Alexandría | |
---|---|
Land | Egyptaland |
Íbúafjöldi | 4 317 398 (2009) |
Flatarmál | 2679 km² |
Póstnúmer | |
Vefsíða sveitarfélagsins | http://www.alexandriaegypt.com/ |
Vitinn mikli, eitt af sjö undrum veraldar, stóð á eynni Faros skammt við höfn Alexandríu í um 1500 ár, en féll að lokum í jarðskjálftum á fyrri hluta 14. aldar.