Alexander Jarl

íslensk-palestínskur tónlistarmaður og rappari

Alexander Jarl Abu-Samrah (f. 4. september 1991), betur þekktur sem Alexander Jarl og Alli Abstrakt, er íslensk-palestínskur tónlistarmaður og rappari úr Vesturbænum í Reykjavík. Hann hefur gefið út fjölda laga og tónlistarmyndbanda og unnið með tónlistarmönnum á borð við Aron Can. Árið 2017 komst hans fyrsta breiðskífa, Ekkert er eilíft, í annað sæti Tónlistans.[1] Árið 2011 lenti Alexander Jarl í þriðja sæti í norrænu rappkeppninni Rap It Up sem var haldin í Stokkhólmi í Svíðþjóð.[2]

Alexander Jarl
Upplýsingar
FæddurAlexander Jarl Abu-Samrah
4. september 1991 (1991-09-04) (33 ára)
Önnur nöfnAlli Abstrakt
Abstrakt Idea
UppruniVesturbænum, Reykjavík, Íslandi
Ár virkur2011-
StefnurRapp

Alexander Jarl hóf tónlistarferil sinn sem upptökustjóri undir nafninu Abstrakt Idea. Sem slíkur gaf hann út ósungnu breiðskífuna Sincere Sunset árið 2011 en hún komst í 33. sæti á iTunes-listanum í Japan.[3] Síðar meir kallaði hann sig Alla abstrakt en síðan 2013 hefur hannn gengið undir eigin nafni, þ.e. Alexander Jarl.[4]

Alexander Jarl á íslenska móður og palestínskan föður.[5] Alexander Jarl er áhugamaður um blandaðar bardagalistir og hefur æft brasilískt jiu-jitsu.[6]

Hljóðritasafn

breyta

Breiðskífur

breyta
  • Ekkert er eilíft (2017)

Smáskífur

breyta
  • Kókosolíufurstar (2016)
  • Aldrei sáttur (2016)
  • Stund milli stríða, Vol. 1 (2017)
  • Flýja eyjuna (eða deyja að reyna það) (2023)

Stökur

breyta
  • Halelúja (2015)
  • #Brjálaður (2015)
  • Vakandi (2016)
  • Láttu í friði (2017)
  • California King (2018)
  • Fyrir mig (2018)
  • Heimurinn er þinn (2018)
  • Marbella (2019)
  • BARRIO91 (2019) ásamt La Melo
  • Vesturbær (2020) ásamt Class B úr Forgotten Lores
  • emoji (2020)

Tilvísanir

breyta
  1. http://www.ruv.is/frett/alexander-jarl-beint-i-annad-saeti-tonlistans
  2. https://www.visir.is/g/20111168162d
  3. https://timarit.is/files/40813649
  4. https://www.visir.is/g/2013612432d
  5. https://www.visir.is/g/2014140919764/-thad-leidinlega-vid-thetta-er-i-raun-ad-vera-nidurlaegdur-svona-og-thad-utaf-kynthaetti-
  6. https://mmafrettir.is/spamadur-helgarinnar-alexander-jarl-ufc-206/

Tenglar

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.