Alexander 3. Rússakeisari

Alexander 3. (Алекса́ндр III Алекса́ндрович; Aleksandr III Aleksandrovítsj á rússnesku) (10. mars 1845 – 1. nóvember 1894) var keisari Rússaveldis, konungur Póllands og stórhertogi Finnlands frá 13. mars 1881 til dauðadags. Hann var mjög íhaldssamur og sneri við ýmsum frjálslyndisumbótum sem faðir hans, Alexander 2. Rússakeisari hafði komið á. Á valdatíð Alexanders háði Rússland engin meiriháttar stríð og því fékk Alexander viðurnefnið „hinn friðsami“.

Skjaldarmerki Holstein-Gottorp-Rómanov-ætt Rússakeisari
Holstein-Gottorp-Rómanov-ætt
Alexander 3. Rússakeisari
Alexander 3.
Ríkisár 13. mars 18811. nóvember 1894
SkírnarnafnAleksandr Aleksandrovítsj Rómanov
Fæddur10. mars 1845
 Vetrarhöllinni, Sankti Pétursborg, Rússlandi
Dáinn1. nóvember 1894 (49 ára)
 Livadíuhöll, Livadíu, Krímskaga
GröfDómkirkja Péturs og Páls
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Alexander 2. Rússakeisari
Móðir María af Hesse
KeisaraynjaDagmar Danaprinsessa (g. 1866)
Börn6, þ. á m. Nikulás 2.

Allar umbætur Alexanders 3. miðuðu að því að snúa við frjálslyndistilburðum föður hans. Keisarinn leit svo á að stefna afa síns, Nikulásar 1., sem lagði áherslu á rétttrúnað, einveldi og þjóðernishyggju, myndi bjarga Rússlandi frá byltingum. Hugsjón Alexanders var að þjóðin yrði sameinuð í einu þjóðerni, tungumáli, trúarbrögðum og stjórnarfyrirkomlagi. Hann reyndi að koma þessu í framkvæmd með því að skylda rússneskukennslu alls staðar í Rússaveldi, þar á meðal á þýsku- og pólskumælandi svæðum. Hann lagði niður stofnanir af þýskum, pólskum og sænskum uppruna og ofsótti og skerti réttindi gyðinga í Rússlandi. Ofsóknir gegn gyðingum voru lögfestar í „maílögunum“ árið 1882 sem bönnuðu gyðingum að búa á landsbyggðinni og skertu vinnuréttindi þeirra.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „This day, May 15, in Jewish history“. Cleveland Jewish News. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. maí 2014. Sótt 29. nóvember 2017.


Fyrirrennari:
Alexander 2.
Rússakeisari
(18811894)
Eftirmaður:
Nikulás 2.